Formúla 1

Hulkenberg fljótastur en Sainz ók lengst

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Hulkenberg í Force India bílnum.
Nico Hulkenberg í Force India bílnum. Vísir/Getty

Þriðji æfingadagurinn fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Hulkenberg var fljótastur á Force India bílnum. Carlos Sainz fór lengst í Toro Rosso bílnum.

Kimi Raikkonen varði nánast öllum morgninum í bílskúrnum. Eldsneytiskerfið var bilað í Ferrari bílnum. Finnanum tókst samt að verða þriðji hraðasti maður dagsins og aka 77 hringi.

Heimsmeistararnir í Mercedes skiptu deginum á milli sinna ökumanna. Nico Rosberg og Lewis Hamilton skiptu deginum á milli sín til að minnka álagið á þeim. Rosberg ók 74 hringi og Hamilton ók 87 hringi.

Smávægilegur eldur kom upp í McLaren bíl Jenson Button. Glussaleki olli eldinum, sem tafði Button aðeins við æfingar í morgun.

Rio Haryanto ók Manor bílnum 77 hringi og var tæpum sjö sekúndum hægari en Hulkenberg.


Tengdar fréttir

Vettel fljótastur á últra mjúkum dekkjum

Sebastian Vettel endaði annan dag æfinganna á brautinni í Barselóna hraðastur á Ferrari bílnum. Undir bílnum á hraðasta hring voru nýju últra mjúku dekkin.

Mercedes frumsýnir nýjan bíl

Mercedes hefur birt myndir af W07 bíl sínum. Bíllinn á að tryggja Mercedes þriðja heimsmeistaratitil bílasmiða og ökumanna í röð.

Frumsýningar í Formúlu 1

Formúlu 1 tímabilið hefst 18. mars næstkomandi, með föstudagsæfingum í Ástralíu. Fyrst fara fram æfingar og frumsýningar liðanna á nýjum bílum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira