Formúla 1

Hulkenberg fljótastur en Sainz ók lengst

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Hulkenberg í Force India bílnum.
Nico Hulkenberg í Force India bílnum. Vísir/Getty
Þriðji æfingadagurinn fyrir Formúlu 1 tímabilið fór fram í dag. Nico Hulkenberg var fljótastur á Force India bílnum. Carlos Sainz fór lengst í Toro Rosso bílnum.

Kimi Raikkonen varði nánast öllum morgninum í bílskúrnum. Eldsneytiskerfið var bilað í Ferrari bílnum. Finnanum tókst samt að verða þriðji hraðasti maður dagsins og aka 77 hringi.

Heimsmeistararnir í Mercedes skiptu deginum á milli sinna ökumanna. Nico Rosberg og Lewis Hamilton skiptu deginum á milli sín til að minnka álagið á þeim. Rosberg ók 74 hringi og Hamilton ók 87 hringi.

Smávægilegur eldur kom upp í McLaren bíl Jenson Button. Glussaleki olli eldinum, sem tafði Button aðeins við æfingar í morgun.

Rio Haryanto ók Manor bílnum 77 hringi og var tæpum sjö sekúndum hægari en Hulkenberg.


Tengdar fréttir

Vettel fljótastur á últra mjúkum dekkjum

Sebastian Vettel endaði annan dag æfinganna á brautinni í Barselóna hraðastur á Ferrari bílnum. Undir bílnum á hraðasta hring voru nýju últra mjúku dekkin.

Mercedes frumsýnir nýjan bíl

Mercedes hefur birt myndir af W07 bíl sínum. Bíllinn á að tryggja Mercedes þriðja heimsmeistaratitil bílasmiða og ökumanna í röð.

Frumsýningar í Formúlu 1

Formúlu 1 tímabilið hefst 18. mars næstkomandi, með föstudagsæfingum í Ástralíu. Fyrst fara fram æfingar og frumsýningar liðanna á nýjum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×