Handbolti

Sigtryggur framlengdi samninginn við Aue

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir

Sigtryggur Daði Rúnarsson hefur framlengt samning sinn við þýska B-deildarliðið Aue til næstu tveggja ára en það kom fram á heimasíðu félagsins í dag.

Hann er nítján ára leikstjórnandi sem hefur skorað 23 mörk í tíu leikjum með liðinu á þessari leiktíð.

Sjá einnig: Rúnar missir strákinn sinn í marga mánuði

Sigtryggur Daði er þó frá vegna meiðsla í hné þessa stundina og líklegt að hann snúi ekki aftur fyrr en undir lok tímabilsins. Forráðamenn félagsins ákváðu engu að síður að gera langtímasamning við hann nú.

Árni Þór Sigtryggsson, föðurbróðir Sigtryggs Daða, Bjarki Már Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson eru allir á mála hjá Aue.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira