Handbolti

Guðmundur Árni og félagar stóðu í meisturunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Árni Ólafsson.
Guðmundur Árni Ólafsson.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði þrjú mörk er Mors-Thy gerði jafntefli, 25-25, við Danmerkurmeistara KIF Kolding Köbenhavn í kvöld.

Það var jafnræði með liðunum lengst af en KIF náði þriggja marka forystu snemma í síðari hálfleik og gerði sig líklegt til að síga fram úr.

En heimamenn náðu að jafna metin og voru skrefi á undan á lokamínútum leiksins. Mors-Thy fékk lokasókn leiksins en Tobias Ellebæk lét verja frá sér og þar við sat.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Midtjylland sem tapaði fyrir Skjern, 32-29, í kvöld. Skjern er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Team Tvis.

Midtjylland er í tólfta sæti af fjórtán liðum í deildinni en Mors-Thy er í tíunda sætinu með sextán stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira