Innlent

Eldur í vinnubúðum við Norðfjarðargöng

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Norðfjarðargöngum.
Frá Norðfjarðargöngum. Mynd/Kristín Svanhvít

Töluvert tjón varð þegar eldur kom upp í mannlausum vinnubúðum starfsmanna við Norðfjarðargöng seint í gærkvöldi.

Eldurinn kviknaði í fimm gámaeiningum, sem hýsa eldhús og mötuneyti. Hann hefur líklega verið búinn að krauma lengi áður en hans varð vart, því mikinn reyk lagði upp frá búðunum þegar slökkviliðið í Neskaupstað kom á vettvang.

Að sögn Guðmundar Helga Sigfússonar, slökkviliðsstjóra í Fjarðabyggð, lögðu slökkviliðsmenn strax áherslu á að verja íbúðaeiningar sem tengjast mötuneytinu og tókst það, nema hvað einhver reykur barst þar inn.

Um það bil fjörutíu mínútur tók að slökkva eldinn en liðsmenn voru hálfa aðra klukkustund á vettvangi. Að sögn Guðmundar Helga eru eldsupptök ókunn, en ekki mun leika grunur á íkveikju af mannavöldum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira