Enski boltinn

Pellegrini: Lykilatriði að hvíla menn gegn Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pellegrini var ánægður með sína menn í gær.
Pellegrini var ánægður með sína menn í gær. vísir/getty

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sigurinn á Dynamo Kiev í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær hafi réttlætt breytingarnar sem hann gerði á liðinu fyrir bikarleikinn gegn Chelsea á sunnudaginn.

Pellegrini stillti upp mjög veiku liði gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og svo fór að City steinlá, 5-1. Sílemaðurinn réttlætti þessa ákvörðun sína eftir leikinn í Kænugarði í gær sem City vann 1-3.

„Þar sem við erum aðeins með 13 heila útileikmenn, þá var lykilatriði að hvíla leikmenn í bikarleiknum,“ sagði Pellegrini.

„Það var mikilvægt því við þurftum að gefa allt í leikinn gegn Dynamo Kiev.

„Í þessum bransa færðu alltaf gagnrýni þegar þú vinnur ekki leiki en það er mikilvægt að taka réttu ákvarðanirnar. Ég reyni alltaf að virða allar keppnir en því miður gátum við ekki haldið áfram bikarkeppninni.“

Sergio Agüero, David Silva og Yaya Touré skoruðu mörk City í Kænugarði en lærisveinar Pellegrini eru í frábærri stöðu til að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.


Tengdar fréttir

Pellegrini ver liðsval sitt

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að ákvörðun hans á að hafa spilað á kornungu liði í 5-1 tapi gegn Chelsea í bikarnum í dag sé vegna fárra leikmanna sem hann hafi úr að spila.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira