Innlent

Rúmlega 16.000 steratöflur fundust í myndaalbúmum

Bjarki Ármannsson skrifar
Hluti sendingarinnar.
Hluti sendingarinnar. Mynd/Tollstjóri
Rúmlega sextán þúsund steratöflur og rúmlega 1600 millilítrar af fljótandi sterum fundust í tveimur bögglapóstsendingum sem tollverðir lögðu hald á í síðasta mánuði. Sterunum hafði verið komið fyrir í frímerkaalbúmum, sem skorið hafði verið innan úr og þau innsigluð með glæru plasti.

Greint er frá fundinum í tilkynningu frá embætti Tollstjóra. Þar segir að sendingarnar hafi báðar komið frá Svíþjóð. Albúmin voru alls tuttugu, framleidd í Kína, og innihéldu flest stera en fáein voru tóm. Fljótandi sterarnir voru í stunguglösum og ampúlum, litlum glerhylkjum.

Að því er segir í tilkynningunni var málið sent til fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og telst það upplýst. Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Myndir frá embætti Tollstjóra af sendingunni eru birtar hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×