Sport

Conor: Launaseðlarnir mínir eru alltaf í súper þungavigt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Conor McGregor lét vaða í gær eins og alltaf.
Conor McGregor lét vaða í gær eins og alltaf. vísir/getty

Íslandsvinurinn Conor McGregor fór á kostum á blaðamannafundi enn eina ferðina enn þegar hann og Nate Diaz ræddu bardaga þeirra á UFC 196 sem fram fer 5. mars. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Til stóð að Conor myndi berjast við Rafael dos Anjos um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en Conor varð heimsmeistari í fjaðurvigt í desember þegar hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum.

Sjá einnig: Sjáðu síðasta bardaga hjá andstæðingi Conors

Dos Anjos meiddist og berst Conor því við Nate Diaz í veltivigt, en hún er tveimur þyngdarflokkum ofar en fjaðurvigtin. Írinn hefur ekki áhyggjur af þyngdarflokkum.

Conor rotar Aldo á tólf sekúndum:


„Eina þyngdin sem mér er ekki sama um er þyngd launaseðlanna minna. Launaseðlarnir mínir eru alltaf í súper-þungavigt,“ sagði Conor á blaðamannafundinum í gær.

Sjá einnig: Diaz við McGregor: Þú ert á sterum

Eins og við mátti búast spáði Conor sér sigri og nokkuð öruggum sigri. „Hann er með svo mjúkan líkama og fær lítinn tíma til að undirbúa sig,“ sagði Conor um Diaz. „Hann mun ekki ráða við grimmdina í mér.“

„Það ríkir gagnkvæm virðing á milli okkar en þetta eru bara viðskipti. Ég mun rota hann í fyrstu lotu,“ sagði Conor McGregor.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan:

Tengdar fréttir

Conor mætir Nate Diaz

Írinn svíkur engan. Fer upp um tvo þyngdarflokka til þess að geta keppt 5. mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira