Enski boltinn

Ronaldo: Pressan hjá Real er mikil en ég er mjög ánægður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, kveðst vera mjög ánægður í röðum spænska stórliðsins og sér sig ekki yfirgefa það í bráð.

Ronaldo er endalaust orðaður við sitt gamla félag Manchester United og þá hafa ríkisbubbarnir í Paris Saint-Germain einnig borið víurnar í hann.

Til mikils er ætlast af Ronaldo hjá Real og er hann fullmeðvitaður um það. Þrátt fyrir pressuna nýtur hann dvalarinnar í spænsku höfuðborginni.

„Það er mikil pressa hjá Real Madrid bæði innan félagsins og utan þess, en ég hef verið hérna lengi og er vanur þessari pressu,“ segir Ronaldo í viðtali við Mahou.

„Stærð félagsins veldur því að fólk horfir á okkur öðruvísi en önnur lið. Hvað varðar mig persónulega er ég ánægður og ég vil vera áfram hjá þessu félagi.“

„Ég finn fyrir stuðningi fólksins og er stoltur þegar stuðningsmennirnir syngja nafn mitt,“ segir Cristiano Ronaldo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira