Innlent

Héðinn ráðinn til UNICEF

Þórdís Valsdóttir skrifar
Héðinn Halldórsson, nýr starfsmaður UNICEF í Líbanon
Héðinn Halldórsson, nýr starfsmaður UNICEF í Líbanon Mynd/Unicef

Héðinn Halldórsson hefur hafið störf hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í Líbanon. Hann mun sinna upplýsingamiðlun og fjölmiðlun í Líbanon, sem og samskiptum við erlenda fjölmiðla. 

Fjórði hver íbúi Líbanons er flóttamaður og mikill fjöldi þeirra er frá Sýrlandi. Þær neyðaraðgerðir sem nú standa yfir í Sýrlandi og nágrannaríkjum eru á meðal þeirra umfangsmestu sem UNICEF hefur haldið úti frá upphafi.

Héðinn er með meistarapróf í þróunarfræðum og hefur áður starfað fyrir UNICEF, bæði í Jemen og Jórdaníu.Fleiri fréttir

Sjá meira