Innlent

Austurland fær 64% aflans uppsjávaraflann

Svavar Hávarðsson skrifar
Í Neskaupstað var tekið á móti 200.000 tonnum.
Í Neskaupstað var tekið á móti 200.000 tonnum. mynd/ksh
Neskaupsstaður ber höfuð og herðar yfir aðrar hafnir landsins þegar horft er til þeirra hafna þar sem mestum uppsjávarafla er landað. Á síðasta ári var landað þar rúmum 200 þúsund tonnum, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Vestmannaeyjar koma næstar með tæp 171 þúsund tonn. Landanir á uppsjávarafla undanfarin ár hafa færst í auknum mæli til Austfjarða. Árið 1993 var 42 prósentumalls uppsjávarafla landað á Austurlandi en hlutfallið hefur síðan aukist nokkuð jafnt og þétt og í fyrra var það 64 prósent. Af 10 efstu höfnunum eru sex á Austurlandi.

Erlend skip lönduðu alls 167 þúsund tonnum af uppsjávarfiski í íslenskum höfnum á síðasta ári. Það vekur athygli að Neskaupsstaður er ekki helsta löndunarhöfn erlendra uppsjávarveiðiskipa heldur Fáskrúðsfjörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×