Erlent

Afsláttur af mat ef farsíminn er settur í geymslu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gestir njóta kvöldverðarins betur ef símar eru geymdir í farsímageymslu.
Gestir njóta kvöldverðarins betur ef símar eru geymdir í farsímageymslu. Nordicphotos/Getty
Á veitingastað í Karlstad í Svíþjóð fá gestir afslátt gegn því að láta frá sér farsímann í poka sem er hífður upp í loftið.

Fulltrúi veitingastaðarins segir í samtali við sænska sjónvarpið að hugmyndin hafi kviknað í apríl í fyrra.

Hann segir sífellt fleiri nota farsímageymsluna og að þeir kunni að meta hana. Gestirnir verði glaðari og jákvæðari og njóti kvöldverðarins saman.

Símarnir eru sagðir í öruggri geymslu og auðvelt sé að grípa til þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×