Erlent

Afsláttur af mat ef farsíminn er settur í geymslu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gestir njóta kvöldverðarins betur ef símar eru geymdir í farsímageymslu.
Gestir njóta kvöldverðarins betur ef símar eru geymdir í farsímageymslu. Nordicphotos/Getty

Á veitingastað í Karlstad í Svíþjóð fá gestir afslátt gegn því að láta frá sér farsímann í poka sem er hífður upp í loftið.

Fulltrúi veitingastaðarins segir í samtali við sænska sjónvarpið að hugmyndin hafi kviknað í apríl í fyrra.

Hann segir sífellt fleiri nota farsímageymsluna og að þeir kunni að meta hana. Gestirnir verði glaðari og jákvæðari og njóti kvöldverðarins saman.

Símarnir eru sagðir í öruggri geymslu og auðvelt sé að grípa til þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira