Íslenski boltinn

Eyþór Helgi bjargaði stigi fyrir Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valsmenn fagna í leik síðastliðið sumar.
Valsmenn fagna í leik síðastliðið sumar. Vísir

Daði Bergsson skoraði tvö mörk fyrir Val sem gerði 2-2 jafntefli við Fram í Lengjubikarnum í knattspyrnu í kvöld.

Ingólfur Sigurðsson kom Frma yfir á 21. mínútu en Daði jafnaði stuttu síðar og kom svo Val yfir um miðbik síðari hálfleiksins.

Eyþór Helgi Birgisson náði hins vegar að tryggja Fram jafntefli með marki á 83. mínútu og þar með fyrsta stig Fram í keppninni. Valur er efstur í riðlinum með fjögur stig eftir tvo leiki.

Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira