Sport

Conor rífur blaðamann í sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Conor McGregor hafði engan húmor fyrir spurningu sem honum mislíkaði frá blaðamanni slúðurvefsins TMZ.

Atvikið átti sér stað eftir blaðamannafund McGregor og Nate Diaz sem munu mætast á UFC 196 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 5. mars.

Sjá einnig: Diaz við McGregor: Þú ert á sterum

Á fundinum kallaði McGregor Diaz „Cholo gangster“ í hita leiksins og var Írinn spurður hvort að það tengdist eitthvað kynþætti Diaz.

Svar McGregor má sjá í meðfylgjandi myndbandi en það talar sínu máli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira