Handbolti

Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli og Hafsteinn eru þrautreyndir í dómgæslu.
Gísli og Hafsteinn eru þrautreyndir í dómgæslu. vísir/ernir
Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. Þetta kemur fram á mbl.is.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að Arnar varð faðir í gær og hann afþakkaði því að dæma úrslitaleikinn.

Gísli og Hafsteinn voru varapar á leikjum helgarinnar og því kemur það í þeirra hlut að dæma úrslitaleikinn þar sem Grótta og Stjarnan mætast.

Úrslitaleikur kvenna hefst klukkan 13:30 á morgun en tveimur og hálfum tíma síðar hefst karlaleikurinn sem þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma.

Undanúrslitin í karlaflokki fara fram í dag en hægt verður að fylgjast með báðum leikjunum í beinni textalýsingu á Vísi.

Arnar Sigurjónsson varð faðir í gær.vísir/stefán

Tengdar fréttir

Tvö bestu liðin mætast í kvöld

Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×