Fótbolti

138 verður líklega töfratalan hjá nýjum forseta FIFA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gianni Infantino er "okkar“ maður.
Gianni Infantino er "okkar“ maður. vísir/getty
Nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, verður kosinn í dag en þetta verður í fyrsta sinn síðan 1998 sem forsetinn heitir ekki Sepp Blatter.

Fimm menn berjast um sætið. Líklegastir til að verða kosnir eru þeir Sheikh Salman bin Ebrahim al-Khalifa og Gianni Infantino, en Knattspyrnusamband Íslands mun kjósa Infantino.

Einnig bjóða sig fram þeir Jerome Champagne, Prince Ali bin al-Hussein og Tokyo Sexwale. En hvernig gengur kosningin fyrir sig?

Hvert knattspyrnusamband fær eitt atkvæði og verður leynileg kosning. Til að verða kosinn forseti FIFA þarf viðkomandi að fá tvo þriðju hluta atkvæða í fyrstu tilraun.

Búist er við að 207 atkvæði verði í boði þar sem Kúveit og Indónesía eru í banni vegna reglubrota í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað á miðvikudaginn að þingið myndi taka ákvörðun í dag um hvort Kúveit og Indónesía fái að kjósa í dag.

Verði 207 atkvæði í boði er 138 töfratalan í fyrstu umferðinni. Fái einhver einn þeirra fimm sem býður sig fram 138 atkvæði eða fleiri verður hann útnefndur nýr forseti FIFA.

Takist það aftur á móti ekki verður gengið aftur til kosninga og þarf þá aðeins meirihluta atkvæða til að verða forseti. Í annarri umferðinni verða 104 atkvæði nóg svo framarlega að Kúveit og Indónesía verði áfram í banni.


Tengdar fréttir

Vill fresta forsetakjöri FIFA

Prins Ali, einn af forsetaframbjóðendunum hjá FIFA, hefur farið fram á það við íþróttadómstólinn að forsetakjöri FIFA verði frestað.

Kosið um nýjan forseta FIFA í dag

Alþjóðaknattspyrnusambandið reynir að taka fyrsta skrefið í átt að nýrri og bjartari framtíð sinni þegar sambandið heldur forsetakosningar sínar í dag.

Blatter: Getur ekki keypt heimsmeistaramótið

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, segir að það sé algjört rugl að Katar hafi keypt sér atkvæði til að fá að halda heimsmeistaramótið árið 2022. Þetta segir Blatter í samtali við The Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×