Enski boltinn

Arsenal-menn uxa-lausir næstu vikurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain. Vísir/Getty

Alex Oxlade-Chamberlain er meiddur á hné og verður ekki með Arsenal-liðinu á næstunni en þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag.

Alex Oxlade-Chamberlain meiddist á hné eftir samstuð við Javier Mascherano í 2-0 tapi Arsenal á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni.

Oxlade-Chamberlain reyndi að harka af sér en þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Staðan var þá enn markalaus.

Fyrsti leikurinn sem Oxlade-Chamberlain er stórleikur á móti Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn.

„Þetta er alvarleg meiðsli og hann verður úr leik í nokkrar vikur. Hann er hjá sérfræðingi núna og vonandi fáum við góðar fréttir," sagði Arsene Wenger.

Hinn 22 ára gamli Oxlade-Chamberlain hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tímabil en var búinn að vera leikfær síðan í nóvember.

„Þetta eru ný meiðsli. Ég held ekki að þetta hafi verið illkvittin tækling hjá Mascherano en hann fór á fullu í hann. Við skulum vona að þetta verði aðeins tvær til þrjár vikur en ekki sex eða sjö vikur," sagði Wenger.

Oxlade-Chamberlain er með 2 mörk og 2 stoðsendingar í 33 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann skoraði sitt eina deildarmark í sigri á Bournemouth á dögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira