Innlent

Sóttur með alvarlega áverka á hendi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/VIlhelm

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti í morgun slasaðan sjómann. Hann er í áhöfn erlenda flutningaskipsins LEU sem var statt um 50 sjómílur suður af Kötlutanga. Hann var með alvarlega áverka á hendi.

Þyrlunni var lent í Reykjavík klukkan hálf tólf og er sjómaðurinn kominn undir læknishendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira