Innlent

Sóttur með alvarlega áverka á hendi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/VIlhelm

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti í morgun slasaðan sjómann. Hann er í áhöfn erlenda flutningaskipsins LEU sem var statt um 50 sjómílur suður af Kötlutanga. Hann var með alvarlega áverka á hendi.

Þyrlunni var lent í Reykjavík klukkan hálf tólf og er sjómaðurinn kominn undir læknishendur.
Fleiri fréttir

Sjá meira