Fótbolti

Guti: Neymar á skilið Óskarinn fyrir leikaraskap

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Neymar hefur spilað frábærlega fyrir Barcelona.
Neymar hefur spilað frábærlega fyrir Barcelona. vísir/getty

Spánverjinn Guti, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, segir Brasilíumanninn Neymar, leikmann Barcelona, algjöran leikara á vellinum.

Neymar hefur spilað stórkostlega fyrir Börsunga á tímabilinu en Guti finnst hann gera of mikið úr því þegar brotið er á honum og stundum einfaldega reynir hann að leika á dómarana.

„Neymar, Jordi Alba og Dani Alves ýkja meira en þarf til. Neymar á skilið Óskarsverðlaunin sem besti leikari fyrir allar kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í,“ sagði Guti á fundi fyrir Madrídarslag Real og Atlético sem fram fer á morgun.

Fyrir leikinn er Atlético með eins stigs forskot á Real en liðin eru í öðru til þriðja sæti deildarinnar. Í þau 16 ár sem Guti spilaði með Real Madrid var það nánast alltaf fyrir ofan samborgara sína.

„Leikmennirnir verða að sýna stuðningsmönnunum hvað þeir geta þar til tímabilinu lýkur. Það er ekki möguleiki á Spánartitlinum lengur en við verðum að reyna að vinna Meistaradeildina,“ sagði Guti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira