Enski boltinn

Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum.

Rashford þessi skaust fram á sjónarsviðið með tveimur mörkum gegn Midtjylland á fimmtudaginn og gaf Van Gaal honum annað tækifæri í byrjunarliði Manchester United.

Hann var ekki lengi að þakka það en hann kom Manchester United 2-0 yfir um miðbik hálfleiksins. Fyrra markið kom með skoti af stuttu færi eftir að boltinn féll fyrir hann inn í vítateig Arsenal.

Rashford bætti hann við öðru marki stuttu síðar þegar hann skallaði fyrirgjöf Jesse Lingard í netið en aðeins þrjár mínútur liðu á milli markanna.

Danny Welbeck náði að minnka muninn fyrir Arsenal á gamla heimavellinum fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og tók Manchester United 2-1 forskot inn í hálfleikinn.

Rashford var aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann renndi boltanum á Ander Herrera og fór skot hans af Laurent Koscielny og í netið.

Skytturnar voru ekki lengi að svara því, fjórum mínútum síðar hafði Mesut Özil minnkað muninn fyrir Arsenal með skoti af stuttu færi.

Skytturnar reyndu að færa sig framar á völlinn eftir þetta en lærisveinum Arsene Wenger náðu ekki að skapa sér almennileg færi og lauk leiknum með 3-2 sigri Manchester United.

Með sigrinum saxaði Manchester United á Arsenal og Manchester City í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu en Manchester United er þremur stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City sem eiga leik til góða.

Rashford bætir við öðru marki Manchester United: Welbeck minnkar muninn á gamla heimavellinum: Herrera bætir við þriðja marki Manchester United: Özil minnkar aftur muninn:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×