Erlent

Sænsk gengi til Balkanskaga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögregla í Danmörku ræðir við svissneska og sænska Hells Angels-liða.
Lögregla í Danmörku ræðir við svissneska og sænska Hells Angels-liða. Nordicphotos/AFP

Vélhjólagengin Bandidos og Hells Angels í Svíþjóð eru nú að koma sér upp systurfélögum á Balkanskaga. Sænskir fjölmiðlar hafa það eftir lögreglunni að vopna- og fíkniefnamarkaðurinn þar sé það sem dregur gengin þangað.

Síðastliðið haust hélt fyrsta Bandidos-deildin í Serbíu upp á eins árs afmæli sitt og við það tilefni fengu nýir félagar klúbbvestin sín.
Fleiri fréttir

Sjá meira