Fótbolti

Hörður Björgvin vann toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn þegar lið hans, Cesena, vann Cagliari í ítölsku B-deildinni í kvöld.

Mörkin komu bæði í síðari hálfleik en með sigrinum komst Cesena upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með 46 stig en Cagliari er enn efst með 61 stig.

Hörður Björgvin hefur verið fastamaður í liði Cesena að undanförnu sem hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa.
Fleiri fréttir

Sjá meira