Fótbolti

Hörður Björgvin vann toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn þegar lið hans, Cesena, vann Cagliari í ítölsku B-deildinni í kvöld.

Mörkin komu bæði í síðari hálfleik en með sigrinum komst Cesena upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með 46 stig en Cagliari er enn efst með 61 stig.

Hörður Björgvin hefur verið fastamaður í liði Cesena að undanförnu sem hefur nú leikið sex leiki í röð án þess að tapa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira