Enski boltinn

Van Gaal ósáttur: Vantar stöðugleika í fjölmiðlaumfjöllun

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Van Gaal fylgist með leik Manchester United gegn Midtjylland í vikunni.
Van Gaal fylgist með leik Manchester United gegn Midtjylland í vikunni. Vísir/Getty

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er ósáttur með umfjöllunina sem liðið fær á Englandi.

Segir hann fjölmiðlamenn einblína of mikið á að fjalla á dramatískan hátt um tapleikina liðsins miðað við umfjöllun blaðanna þegar keppinautar Manchester United tapa leikjum.

Manchester United tekur á móti Arsenal um helgina og getur unnið þriðja leikinn í röð í öllum keppnum í aðeins fjórða sinn á tímabilinu.

Þegar Van Gaal var spurður út í óstöðugleika liðsins benti hann á óstöðugleika í fjölmiðlaumfjölluninni.

„Í fótbolta þá vinnur, taparu eða geriru jafntefli en fjölmiðlaumfjöllin er allt of óstöðug. Ég kenni ekki fjölmiðlum um tapið gegn Sunderland en fjölmiðlarnir blésu það upp. Svo tapar Manchester City 1-5 gegn Chelsea og enginn segir neitt?“ sagði Van Gaal sem hélt áfram:

„Við höfum þurft að notast við varaliðið eins og Manchester City í þeim leik en ekki fengið neinn skell. Við höfum aðeins tapað einum leik stórt, gegn Arsenal 0-3 og þeir eru einfaldlega á öðru plani en við að mínu mati.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira