Innlent

Hangandi veitingahús

Ásgeir Erlendsson skrifar

Veitingastaðurinn verður þannig að sérstakur prammi með öryggisstólum og borðum kemur til með að vera hífður upp í um 45 metra hæð. Leyfi hafa enn ekki verið veitt en unnið er að því með borginni að afla þeirra. Jóhannes Stefánsson veitingamaður í Múlakaffi fer fyrir hópnum en Jón Axel Ólafsson er einn þeirra sem að hugmyndinni standa.

„Það er athylisvert að sjá myndir frá þessum veitingastöðum. Fólk er greinilega að upplifa mjög skemmtilega og óvenjulega stund“.

Veitingahús háloftanna eða Dinner in the sky eru nokkuð þekkt fyrirbæri út í heimi. Þar sitja veitingahúsagestir kyrfilega spenntir við sætin sín í talsverðri hæð og njóta matar og útsýnis á sama tíma.

„Í dag eru 53 svona veitingastaðir í heiminum. Þeir hafa verið valdir einir af 10 athyglisverðustu veitingastöðum í heimi. Allir þessir veitingastaðir eru gerðir út sem lúxus veitingastaðir. Með háklassa mat og bestu mögulegu þjónustu sem hægt er að veita. Ég held að þetta sé fyrir lofthrædda líka.  Fólk er algjörlega öruggt og öryggi er númer 1, 2 og 3“. Segir Jón Axel.

Einungis tíminn mun leiða það í ljós hvernig matarlist þeirra allra lofthræddustu kemur til með að vera þarna uppi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira