Íslenski boltinn

Pirlo meðal markaskorara í naumum sigri á KR

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Óskar Örn í leik gegn FH síðasta sumar.
Óskar Örn í leik gegn FH síðasta sumar. Vísir/Andri Marinó
KR-ingar þurftu að sætta sig við 1-2 tap gegn stjörnum prýddu liði New York City í nótt en þetta var síðasti leikur KR á sterku æfingarmóti sem fór fram í Bandaríkjunum.

Eftir jafntefli gegn FC Cincinatti og tap gegn HB Köge í vikunni var þetta síðasti leikur KR í mótinu en í liði mótherjanna mátti finna David Villa og Andrea Pirlo.

Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 9. mínútu leiksins en Pirlo jafnaði metin tíu mínútum síðar eftir góðan undirbúning frá Villa.

Var þetta fyrsta mark Pirlo fyrir félagið en markið má sjá hér fyrir neðan.

Bandaríski landsliðsmaðurinn Mix Diskerud skoraði sigurmark New York á 84. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf í netið af stuttu færi, óverjandi fyrir markmann KR-inga en bæði mörkin má sjá hér fyrir neðan.

Pirlo jafnar metin: Diskerud kemur New York City yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×