Handbolti

Fimm íslensk mörk í sigri Holstebro

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sigurbergur í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma.
Sigurbergur í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. Vísir/Ernir

Egill Magnússon, Sigurbergur Sveinsson og félagar í Tvis Holstebro unnu fimm marka sigur á hollenska félaginu Limburg Lions í B-riðli EHF bikarsins en þetta var annar sigur danska liðsins í riðlinum.

Holstebro var sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og tók fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 17-13. Leikmenn Holstebro náðu að bæta við forskotið í seinni hálfleik og fögnuðu að lokum fimm marka sigri 29-24.

Sigurbergur Sveinsson var meðal markahæstu leikmanna liðsins með fjögur mörk í dag en Egill Magnússon bætti við einu marki.

Holstebro lyfti sér upp í 2. sæti B-riðilsins upp að hlið Göpppingen og Nantes með sigrinum en liðin eru öll jöfn með 4 stig eftir þrjár umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira