Enski boltinn

Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Arsenal varð af gríðarlega mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar er liðið tapaði fyrir Manchester United, 3-2, í dag.

Eftir leikinn er Arsenal fimm stigum á eftir toppliði Leicester og þremur á eftir Tottenham. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hans menn hefðu lagt sig fram og barist.

Sjá einnig: Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal

„En við fengum of auðveld mörk á okkur. Það eru vonbrigði að tapa leiknum en við vorum mikið með boltann og ég held að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi mörk með meiri einbeitingu,“ sagði hann eftir leikinn í dag.

„Við börðumst allt til loka en nú verðum við að einbeita okkur að næsta leik. Þetta er þannig barátta að maður hugsar bara um næsta leik og markmið okkar er að koma sterkari til baka. Næsti leikur er á miðvikudag og maður verður að hafa hugarfarið í lagi.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira