Fótbolti

Langþráður sigur hjá Udinese | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Thereau tryggir stigin þrjú fyrir Udinese.
Thereau tryggir stigin þrjú fyrir Udinese. Vísir/getty

Udinese nældi í þrjú stig með 2-0 sigri á Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í dag en Emil Hallfreðsson gat ekki tekið þátt í leiknum gegn sínu fyrrum félagi vegna leikbanns.

Udinese hefur átt í erfiðleikum undanfarna mánuði en liðið var ekki búið að vinna leik í tæplega tvo mánuði fyrir leik dagsins.

Miðjumaðurinn Badu kom Udinese yfir um miðbik fyrri hálfleiks og Cyril Thereau bætti við öðru marki í seinni hálfleik sem tryggði stigin þrjú.

Með sigrinum skaust Udinese upp í 14. sætið, upp fyrir Genoa en ekkert virðist geta komið í veg fyrir fall Verona sem er 9 stigum frá öruggu sæti í deild þeirra bestu.

Sampdoria náði sömuleiðis að spyrna sér aðeins frá fallbaráttunni með 2-0 sigri á Frosinone á heimavelli en Frosinone sem er í 18. sæti er fjórum stigum frá öruggu sæti.

Úrslit dagsins:
Palermo 0-0 Bologna
Carpi 1-1 Atalanta
Chievo 1-0 Genoa
Sampdoria 2-0 Frosinone
Udinese 2-0 Verona
Fleiri fréttir

Sjá meira