Innlent

Lægir aftur seint í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Nú gengur yfir landið austan og suðaustan hvassviðri 13 til 22 metrar á sekúndu. Með því kemur rigning eða slydda á láglendi sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Dálítil snjókoma og minnkandi frost á norðausturhluta landsins.

Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mun þó lægja seint í kvöld eða í nótt. Þá tekur við hægari vindur með einhverjum éljum, sem munu svo halda áfram á morgun. Á þriðjudaginn er reiknað með kólnandi veðri og norðanátt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Gengur í norðaustan og norðan 10-15 m/s með snjókomu eða éljum, fyrst NV-til, en úrkomulítið á S-verðu landinu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust við S-ströndina.

Á miðvikudag:
Norðvestan 8-15 A-lands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Víða bjartviðri, en dálítil él NA-lands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Allhvöss austanátt, slydda eða snjókoma og hiti um frostmark, en úrkomulítið N-til á landinu og frost 2 til 10 stig.

Á föstudag:
Norðaustlæg átt og stöku él. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á laugardag:
Útlit fyrir bjartviðri og talsvert frost, en líklega vaxandi sunnanátt V-lands síðdegis.
Fleiri fréttir

Sjá meira