Innlent

Lægir aftur seint í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Nú gengur yfir landið austan og suðaustan hvassviðri 13 til 22 metrar á sekúndu. Með því kemur rigning eða slydda á láglendi sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Dálítil snjókoma og minnkandi frost á norðausturhluta landsins.

Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mun þó lægja seint í kvöld eða í nótt. Þá tekur við hægari vindur með einhverjum éljum, sem munu svo halda áfram á morgun. Á þriðjudaginn er reiknað með kólnandi veðri og norðanátt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Gengur í norðaustan og norðan 10-15 m/s með snjókomu eða éljum, fyrst NV-til, en úrkomulítið á S-verðu landinu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust við S-ströndina.

Á miðvikudag:
Norðvestan 8-15 A-lands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Víða bjartviðri, en dálítil él NA-lands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Allhvöss austanátt, slydda eða snjókoma og hiti um frostmark, en úrkomulítið N-til á landinu og frost 2 til 10 stig.

Á föstudag:
Norðaustlæg átt og stöku él. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á laugardag:
Útlit fyrir bjartviðri og talsvert frost, en líklega vaxandi sunnanátt V-lands síðdegis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira