Innlent

Kviknaði í bíl í Grænuhlíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Sigurjón

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu fyrir klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl í Grænuhlíð. Einn dælubíll var sendur á vettvang og gekk slökkvistarf vel að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu.

Ekki liggur fyrir hvers vegna eldurinn kom upp í bílnum, en flytja þurfti hann á brott með kranabíl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira