Innlent

Kviknaði í bíl í Grænuhlíð

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Sigurjón

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu fyrir klukkan átta í kvöld vegna elds í bíl í Grænuhlíð. Einn dælubíll var sendur á vettvang og gekk slökkvistarf vel að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu.

Ekki liggur fyrir hvers vegna eldurinn kom upp í bílnum, en flytja þurfti hann á brott með kranabíl.
Fleiri fréttir

Sjá meira