Innlent

Helmingi fleiri komu í Konukot

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gistinóttum í Konukoti fjölgaði um fimm milli ára, en fjöldi kvenna jókst um rúmlega þrjátíu.
Gistinóttum í Konukoti fjölgaði um fimm milli ára, en fjöldi kvenna jókst um rúmlega þrjátíu. Vísir/Vilhelm
Á árinu 2015 hýsti Rauði krossinn í Reykjavík 91 heimilislausa konu í Konukoti, rúmlega 50 prósent fleiri en árið áður. Þetta kemur fram í ársskýrslu Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.

Gistinóttum í Konukoti fjölgaði um fimm milli ára, voru alls 2.384, en konunum fjölgaði um rúmlega 30, eða rúm 50 prósent. Gistinætur voru þó rúmlega 400 færri en 2013, þegar 74 konur sóttu þjónustu í Konukot.

Starf ársins er sagt hafa spannað vítt svið á árinu hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, en meðal verkefna voru heilbrigðisaðstoð við fíkniefnaneytendur, heimsóknir til einangraðra og stuðningur við flóttafólk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×