Sport

Hnefaleikaþjálfari Diaz segir að Conor sé á sterum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diaz er hér að rífa kjaft við Conor á blaðamannafundi þeirra félaga.
Diaz er hér að rífa kjaft við Conor á blaðamannafundi þeirra félaga. vísir/getty
Nate Diaz gerði yfirmenn UFC öskureiða er hann hélt því fram á blaðamannafundi með Conor McGregor að allir í UFC væru á sterum.

UFC stærir sig af því að vera með besta lyfjaprófunakerfi í öllum íþróttum Bandaríkjanna. Því kerfi var breytt síðasta sumar og UFC borgar bandaríska lyfjaeftirlitinu mikinn pening fyrir lyfjaprófin sem þeir taka.

McGregor reiddist einnig. Sagðist vera á móti steranotkun og benti Diaz á að æfingafélagar hans hefðu fallið á lyfjaprófi. McGregor fer mjög reglulega í lyfjapróf og hefur aldrei fallið.

Nú hefur hnefaleikaþjálfari Diaz, Richard Perez, haldið ófrægingarherferðinni áfram.

„Ég trúi því svo sannarlega að Conor sé á einhvers konar sterum. Hann er frekar stór. Það er mjög einkennilegt hvernig hann getur ákveðið að fara upp um vigt með skömmum fyrirvara. Það er eitthvað í gangi,“ sagði Perez en orð hans, og Diaz, eiga ekki eftir að fara vel ofan í McGregor.

Bardagi Conor og Diaz um næstu helgi verður í beinni á Stöð 2 Sport. Þá berjast einnig Holly Holm og Miesha Tate.

MMA

Tengdar fréttir

Conor mætir Nate Diaz

Írinn svíkur engan. Fer upp um tvo þyngdarflokka til þess að geta keppt 5. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×