Enski boltinn

Katrín og Bellurnar höfðu ekki heppnina með sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir. Vísir/Getty

Íslenska landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir og félagar hennar í ensku úrvalsdeildarliðinu Doncaster Rovers Belles höfðu ekki heppnina með sér þegar dregið var í ensku bikarkeppninni í dag.

Doncaster Rovers Belles mætir ensku meisturunum í Chelsea í sextán liða úrslitum keppninnar.

Katrín er að hefja sitt fyrsta tímabil með Doncaster Rovers Belles en hún kom þangað frá Liverpool þar sem hún spilaði í þrjú tímabil á undan.

Chelsea vann tvöfalt á síðasta tímabili og endaði meðal annars tveggja sigurgöngu Katrínu og félaga í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea tryggði sér bikarinn með því að vinna 1-0 sigur á Notts County en það var fyrsti úrslitaleikur kvenna sem fór fram á Wembley-leikvanginum í London.

Gömlu liðsfélagar hennar Katrínar í Liverpool drógust á móti Manchetser City í sextán liða úrslitunum.

Bikarleikur Doncaster Rovers Belles og Chelsea fer fram 20. mars næstkomandi eða aðeins fjórum dögum áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst. Í fyrstu umferðinni tekur lið Doncaster Rovers Belles einmitt á móti Chelsea Ladies á heimavelli sínum.

Katrín Ómarsdóttir er nú stödd í Portúgal með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem hefur keppni í Algarve-bikarnum á miðvikudaginn. Katrín er að koma aftur inn í liðið eftir smá fjarveru.


Tengdar fréttir

Katrín að fá nýjan þjálfara hjá Liverpool

Katrín Ómarsdóttir mun leika undir nýjum þjálfara hjá Liverpool á næsta tímabili eftir að Matt Beard tilkynnti að hann væri á förum frá félaginu til Bandaríkjanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira