Sport

Birkir með á Davis Cup í sjöunda sinn | Strákarnir mættir til Eistlands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í tennis. Talið frá vinstri: Vladimir Ristic, Birkir Gunnarsson, Teitur Marshall og Rafn Kumar Bonifacius.
Íslenska karlalandsliðið í tennis. Talið frá vinstri: Vladimir Ristic, Birkir Gunnarsson, Teitur Marshall og Rafn Kumar Bonifacius. Mynd/Tennissamband Íslands

Íslenska karlalandsliðsliðið í tennis keppir sjöunda árið í röð í Davis Cup og að þessu sinni fer riðill Íslands fram í Eistlandi. Þetta er tímamótakeppni fyrir Ísland því þetta tuttugasta árið í röð sem Ísland tekur þátt í heimsmeistarakeppni tennislandsliða.

Ísland keppir í 3.deild Evrópuriðils sem fer fram í Tallinn í Eistlandi en keppni hefst á miðvikudaginn og stendur fram á laugardaginn.

Íslenska liðið er skipað fjórum leikmönnum sem hafa allir keppt áður á Davis Cup og því er reynsla í íslenska hópnum í ár sem mun örugglega skipta liðið miklu máli.

Teitur Marshall er að keppa á Davis Cup í annað sinn. Rafn Kumar Bonifacius og Vladimir Ristic eru að keppa á Davis Cup í þriðja skipti. Birkir Gunnarsson, sem er spilandi fyrirliði liðsins, er reynslumestur í liðinu og er að keppa í sjöunda skipti á Davis Cup.

Sextán þjóðir keppa auk Íslands og eru: Albanía, Andorra, Armenía, Azerbaijan, Kýpur, Eistland, Makedónía, Grikkland, Írland, Kósóvó, Liechtenstein, Malta, Moldavía, Svartfjallaland og San Marínó.

Keppt er í fjórum fjögurra liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild á árinu 2016.

Keppnin í Tallin fer öll fram innanhúss og á hörðum völlum. Nú er að sjá hvernig það hentar íslensku tennisstrákunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira