Lífið

Balti bauð í partý og fagnaði góðu gengi - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bússi og Balti í góðum gír
Bússi og Balti í góðum gír vísir/jóhanna

Baltasar Kormákur og RVK Studio stóðu fyrir partýi í gærkvöldi á Bryggjunni Brugghúsi við Granda í gærkvöldi en teitið hófst um leið og Eddunni lauk.

Um var að ræða partý þar sem góðum árangri Ófærðar var fagnað og einnig að tökur á nýjustu mynd Baltasars, Eiðnum, er lokið.

Jóhanna Andrésdóttir, ljósmyndari 365, var mætt á staðinn og náði virkilega skemmtilegum myndum af gestum teitisins en sjá má myndirnar hér að ofan.Fleiri fréttir

Sjá meira