Körfubolti

Curry með 35 stig í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steph Curry og Dwight Howard eigast við.
Steph Curry og Dwight Howard eigast við. vísir/getty
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Meistarar Golden State Warriors unnu sinn 42. leik á heimavelli í röð þegar liðið lagði Houston Rockets að velli, 123-110.

Golden State vantar nú aðeins tvo heimasigra í í viðbót til að jafna met Chicago Bulls sem vann 44 leiki á heimavelli í röð frá 30. mars 1995 til 4. apríl 1996.

Steph Curry var stigahæstur í liði Golden State í nótt með 35 stig en hann gaf einnig níu stoðsendingar. Harrison Barnes kom næstur með 19 stig.

James Harden skoraði 37 stig fyrir Houston og Dwight Howard var með myndarlega tvennu, 16 stig og 15 fráköst.

San Antonio Spurs vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Miami Heat, 101-119, á útivelli.

LaMarcus Aldrigde skoraði 28 stig fyrir San Antonio og Kawhi Leonard 23 stig. Dwayne Wade var stigahæstur hjá Miami með 20 stig.

John Wall skoraði 28 stig og gaf 17 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann þriggja stiga sigur, 108-111, á New York Knicks.

Þetta var fyrsti leikur New York undir stjórn Kurt Rambis sem tók við liðinu eftir að Derek Fisher var látinn taka pokann sinn.

Þá vann Milwaukee Bucks eins stigs sigur á Boston Celtics, 112-111, og Utah hafði betur gegn Dallas Mavericks, 119-121, eftir framlengdan leik. Gordon Hayward tryggði Utah sigurinn með flautukörfu.

Úrslitin í nótt:

Golden State 123-110 Houston

Miami 101-119 San Antonio

NY Knicks 108-111 Washington

Milwaukee 112-111 Boston

Dallas 119-121 Utah

John Wall og Carmelo Anthony voru flottir í nótt Gordon Hayward skorar sigurkörfu Utah gegn Dallas
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×