Lífið

„Ef maður myndi tala við vinkonu sína eins og maður gerir við sjálfan sig þá ættir maður enga vini“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega flottar stelpur hér á ferðinni.
Virkilega flottar stelpur hér á ferðinni. vísir
Könnun  sem Dove framkvæmdi á Íslandi í fyrra sýndi að tvær þriðju af íslenskum konum á aldrinum 18 til 25 ára segja að áhyggjur af útliti og líkamsvexti hafi áhrif á sjálfstraust þeirra í daglegu lífi. Þróun sem er áhyggjuefni og brýnt að skoða.

Í viðleitni til þess að efla líkamsmynd ungra kvenna á Íslandi hefur stúlkum í framhaldsskólum víðs vegar um landið verið boðið ókeypis á líkamsmyndarnámskeið frá því haust og verður því haldið áfram á þessu ári. Námskeiðið kallast The Body Project og þar eru þátttakendum kenndar ýmsar æfingar til að efla eigin líkamsmynd og sjálfstraust.

Námskeiðin miða að því að efla gagnrýna hugsun gagnvart ríkjandi útlitsviðmiðum og auka sátt við eigin líkamsvöxt. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni er rætt við fimm ungar stúlkur sem segja frá þeim þrýstingi sem þær upplifa um fullkomið útlit og líkamsvöxt og deila reynslu sinni af námskeiðinu. Body Project námskeiðin hafa verið rannsökuð bæði hér á landi og erlendis og hafa reynst hafa jákvæð áhrif á líkamsmynd stúlkna og dregið marktækt úr átröskunartilfellum.

 



Það er því hægt að segja að The Body Project sé mikilvægt lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu að efla líkamsmynd ungra kvenna og fyrirtæki hafa enn fremur stutt við verkefnið á Íslandi svo búa megi betur í haginn fyrir komandi kynslóðir. Dove á Íslandi hefur til dæmis látið átta krónur af hverri seldri vöru renna beint til The Body Project á Íslandi og því hefur verið hægt að bjóða ungum konum í íslenskum framhaldsskólum upp á líkamsmyndarnámskeið endurgjaldslaust.

„Við erum þegar búnar að bjóða námskeið í öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Núna eftir áramótin erum við að færa okkur út á land og förum í tíu framhaldsskóla á landsbyggðinni fram á vor”, segir Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur sem stýrir verkefninu.

„Við höfum verið í sambandi við námsráðgjafa skólanna og bendum stúlkum á að snúa sér til þeirra varðandi skráningu.“

Hægt að lesa nánar um námskeiðin á Facebook.



Fjallað var um málið í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi og má sjá innslagið hér að neðan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×