Innlent

Fundu fíkniefni í mannlausri bifreið

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær mann eftir að kannabis fannst í bifreið hans og skemmu.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær mann eftir að kannabis fannst í bifreið hans og skemmu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum fann í gær fíkniefni í mannlausri bifreið, sem skilin hafði verið eftir á Garðvegi. Ökumaðurinn er fundinn og játaði hann að eiga efnin og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni fundust þrír pokar með kannabisefnum í hanskahólfi bifreiðarinnar. Tveir pokar til viðbótar fundust í skemmu sem ökumaðurinn hefur til afnota.

Þrír aðrir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar í gær. Einn vegna fíkniefnaaksturs, annar ók án skírteinis á ótryggðri bifreið og sá fjórði neitaði að láta í té sýni á lögreglustöð og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira