Innlent

Fundu fíkniefni í mannlausri bifreið

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær mann eftir að kannabis fannst í bifreið hans og skemmu.
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær mann eftir að kannabis fannst í bifreið hans og skemmu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum fann í gær fíkniefni í mannlausri bifreið, sem skilin hafði verið eftir á Garðvegi. Ökumaðurinn er fundinn og játaði hann að eiga efnin og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni fundust þrír pokar með kannabisefnum í hanskahólfi bifreiðarinnar. Tveir pokar til viðbótar fundust í skemmu sem ökumaðurinn hefur til afnota.

Þrír aðrir ökumenn voru handteknir í umdæmi lögreglunnar í gær. Einn vegna fíkniefnaaksturs, annar ók án skírteinis á ótryggðri bifreið og sá fjórði neitaði að láta í té sýni á lögreglustöð og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Fleiri fréttir

Sjá meira