Lífið

Sjáðu hvernig Emma úr Friends lítur út í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Emmu fyrir miðju.
Hér má sjá Emmu fyrir miðju. vísir

Það muna flestallir eftir Emmu úr Friends. Hún var dóttir Ross og Rachel sem fæddist undir lok áttundu seríu.

Friends þættirnir njóta enn í dag gríðarlegrar vinsælda um allan heim og horfa milljónir á þáttinn á hverjum degi. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel.

Emma kom alls fram í 22 þáttum en tvíburasysturnar Cali and Noelle Sheldon fóru með hlutverkið saman. Þær mættu saman í sjónvarpsviðtal á ET á dögunum en þær eru í dag 12 ára. Hér að neðan má sjá viðtalið við þær. 

Svona líta þær systur út í dag.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.