Innlent

Lögregluvakt verður í Reynisfjöru frá og með morgundeginum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr Reynisfjöru.
Úr Reynisfjöru. vísir

Í ljósi endurtekinna atburða í Reynisfjöru og síðast banaslyss í dag hafa innanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í samráði við lögregluna á Suðurlandi, ákveðið að lögregluvakt verði í Reynisfjöru. Vaktin hefst á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Kínverskur maður á fertugsaldri fórst í morgun eftir að alda reif hann út í sjó. Hann var á ferðalagi hér á landi ásamt konu sinni. Björgunarteymi fór á bát til að bjarga honum en hann var látinn þegar það kom að honum.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að áhættugreining verði gerð á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið.


Tengdar fréttir

Hinn látni var Kínverji um fertugt

Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu.

Einn lögregluþjónn á hverja 2.000 ferðamenn

Þingnefnd taldi árið 2013 að lögreglan á Suðurlandi skyldi hafa 60 manna lögreglulið. Þeir eru 37 í dag. Frá 2007 hefur ferðamönnum á hvern lögregluþjón í landinu fjölgað úr 680 í 2.000.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira