Fótbolti

Kolbeinn skoraði í ævintýralegum bikarsigri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn hefur fundið markaskóna sína eftir áramót.
Kolbeinn hefur fundið markaskóna sína eftir áramót. vísir/getty

Nantes er komið í átta liða úrslit frönsku bikarkeppninnar eftir magnaðan 3-4 sigur á Bordeaux í framlengdum leik.

Nantes komst yfir strax á 6. mínútu leiksins með marki Yacine Bammou en Enzo Crivelli jafnaði fyrir Bordeaux fyrir hlé.

Snemma í síðari hálfleik kom Biyogo Poko Bordeaux yfir í leiknum en Kolbeinn jafnaði metin 24 mínútum fyrir leikslok.

Klaufaskapur í vörn Bordeuax gerði það að verkum að Nantes stal boltanum. Kolbeinn fékk sendingu fyrir og skoraði í tómt markið.

Þetta var síðasta markið í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn.

Á áttundu mínútu framlengingar skoraði Malcom fyrir Bordeaux en Johan Audel jafnaði er sex mínútur voru eftir af framlengingunni. Kolbeinn var þá farinn af velli en hann yfirgaf völlinn á 102. mínútu.

Fjörið var þó ekki búið því Bedoya tryggði Nantes sigur með marki tveim mínútum fyrir lok framlengingarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira