Handbolti

Snorri og Ásgeir töpuðu gegn botnliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn ekki sáttur.
Snorri Steinn ekki sáttur. vísir/eva

Íslendingaliðið Nimes fékk á baukinn í franska handboltanum í kvöld.

Þá sótti Nimes botnlið frönsku úrvalsdeildarinnar, Chartres, heim. Flestir bjuggust við auðveldum sigri Nimes enda í fimmta sæti og Chartres hafði ekki unnið leik í vetur.

Á því varð breyting því Chartres lék vel á meðan leikmenn Nimes fundu sig engan veginn. Lokatölur 24-21.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 4 mörk úr 8 skotum fyrir Nimes í kvöld en Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 mörk úr 4 skotum.
Fleiri fréttir

Sjá meira