Körfubolti

Glæsilegur sigur dugði ekki til hjá Jóni og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. vísir/valli

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia Basket eru úr leik í Evrópubikarnum.

Í kvöld náði Valencia að leggja Baskets Oldenburg, 77-62, en það dugði liðinu ekki til þess að komast áfram í keppninni.

Oldenburg var þegar komið áfram í keppninni og Valencia var jafnt Limoges fyrir kvöldið en undir í innbyrðisbaráttu. Limoges vann sinn leik og Valencia er því úr leik.

Jón Arnór lék rúmar 12 mínútur fyrir Valencia í kvöld. Hann skoraði eitt stig og tók aðeins þrjú skot í leiknum.  Hann tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira