Lífið

For­seta­fram­bjóðandi, ofur­hetjur og lög­reglu­kona

Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nokkrum einasta landsmanni að öskudagurinn var í dag enda sprengidagur í gær og bolludagur í fyrradag. Krakkar um land allt klæddu sig í búninga, ferðuðust á milli fyrirtækja og heimila og sungu sér inn sælgæti. 

Þeirra á meðal voru þessi hressu börn sem litu við hjá Nóa Siríus og Nýherja. Að vísu voru það ekki aðeins börnin sem fóru í dulargervi heldur mátti sömu sögu segja um starfsfólk Nóa Siríus enda tilvalið að nýta daginn til að brjóta upp vinnuvikuna.

Börnin brugðu sér í allra kvikinda líki en þarna mátti meðal annars finna lögreglufólk, Hulk, Svarthöfða, skuggalegar beinagrindur og forseta frambjóðandann Donald Trump ásamt lífverði hans. 

Donald Trump mætti einnig ásamt lífverði sínum á Local þar sem þeir röppuðu frumsamið lag fyrir gesti. Það má sjá hér fyrir ofan. Fleiri fréttir

Sjá meira