Erlent

Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber

Atli Ísleifsson skrifar
Whitehall í dag.
Whitehall í dag. Vísir/AFP
Bílstjórar svörtu leigubílanna í London stöðvuðu umferð í borginni í dag til að mótmæla leigubílaþjónustunni Uber.

Sömuleiðis mótmæltu þeir reglum yfirvalda sem þeir segja ógna öryggi farþega, auk þess sem þeir segja að þjónustan stuðli að töfum í umferðinni.

Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og 10 Downing Street, heimili breska forsætisráðherrans, í um hálfa aðra klukkustund.

Starfsemi Uber hefur farið ört vaxandi í heiminum, en stjórnvöld víða um heim hafa komið á takmörkunum á starfsemina. Bresk yfirvöld hafa hins vegar gefið grænt ljós á starfsemina.

Starfsemi Uber er í grunninn samskonar hefðbundinni leigubílaþjónustu; þeir sem þurfa að komast frá einum stað til annars panta leigubíl sem síðan er greitt fyrir. Munurinn felst fyrst og fremst í því að ekki er pantað í gegnum hefðbundið símaver heldur í gegnum app þar sem notandinn getur valið þann bíl sem staðsettur er næst viðkomandi. Greiðsla fyrir aksturinn fer einnig fram í gegnum appið.

Uber býður upp á mismunandi þjónustur; allt frá einskonar lággjaldaþjónustu þar sem venjulegir, ómerktir bílar eru notaðir til lúxusþjónustu þar sem viðskiptavinir eru sóttir á eðalvögnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×