Innlent

Smyrill hafði betur í lífsbaráttunni gegn starra

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vísir/Anton Brink

Það má með sanni segja að Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, hafi verið réttur maður á réttum stað í gær þegar smyrill náði að leggja starra. Anton var með myndavél með ferðis og náði þessum myndum og myndböndum af lífsbaráttu fuglanna.

Slagurinn átti sér stað fyrir framan verslun Bónus við Hallveigarstíg síðdegis í gær. Eftir talsverða baráttu náði smyrillinn fullnaðarsigri og gæddi sér á bráð sinni fyrir framan búðina í mestu makindum og lét það sig litlu skipta þó gestir og gangandi fylgdust með honum éta bráð sína.

Myndirnar og myndböndin sem Anton tók má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira