Handbolti

Þrjú félög eiga bæði karla- og kvennalið í Höllinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gróttufólkið Íris Björk Símonardóttir og Daði Laxdal Gautason verða í Höllinni undir lok mánaðarins.
Gróttufólkið Íris Björk Símonardóttir og Daði Laxdal Gautason verða í Höllinni undir lok mánaðarins. vísir/stefán/vilhelm

Átta-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta lauk í gær þegar Grótta bar sigurorð af Selfossi á útivelli, 22-26.

Gróttukonur eiga því enn möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn sem liðið vann í fyrsta sinn í fyrra.

Grótta er einnig komið í undanúrslitin karlamegin en Seltirningar tryggðu sér sæti í Höllinni með öruggum sigri á Fjölni á mánudaginn, 18-29.

Grótta er þó ekki eina félagið sem á bæði karla- og kvennalið í undanúrslitum bikarkeppninnar í ár því Haukar og Stjarnan eiga einnig lið báðum megin.

Haukar eru nú að ná þeim frábæra árangri að vera með bæði karla- og kvennalið sitt á bikarúrslitahelginni þriðja árið í röð.

Það verður því nóg að gera hjá stuðningsmönnum þessara félaga 25. og 26. þessa mánaðar þegar undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll. Úrslitaleikirnir eru svo 27. febrúar.

Þessi lið eru komin í undanúrslit kvennamegin:
Grótta
Stjarnan
Haukar
Fylkir

Þessi lið eru komin í undanúrslit karlamegin:
Haukar
Valur
Grótta
Stjarnan


Félög með bæði karla og kvennalið á bikarúrslitahelgi í Laugardalshöllinni
(Frá því að undanúrslitin fóru fyrst í Höllina árið 2013)

2016 - 3 (Haukar, Stjarnan, Grótta)
2015 - 3 (Valur, ÍBV, Haukar)
2014 - 1 (Haukar)
2013 - 0 (-)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira