Viðskipti innlent

Íslenska ánægjuvogin: ÁTVR og Nova hlutu hæstu einkunnirnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Fulltrúar fyrirtækjanna sex sem voru efst í sínum flokki.
Fulltrúar fyrirtækjanna sex sem voru efst í sínum flokki. Mynd/Aðsend

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar í sautjánda sinn í dag. Fyrirtækið Nova var það eina sem fékk afhenta viðurkenningu í sínum flokki, farsímamarkaði, en í öðrum flokkum var ekki marktækur munur á efsta og næstefsta sæti.

Þá var ekki marktækur munur á ÁTVR, sem var með hæstu einkunnina á heildina litið, og Nova, sem var með næsthæstu einkunnina.

Ánægjuvoginni er ætlað að mæla ánægju viðskiptavina hvers fyrirtækis með þjónustu þess. Fulltrúar Íslandsbanka, Varðar, Olís og HS orku fengu ásamt ÁTVR og Nova blómvönd í viðurkenningarskyni sem efstu fyrirtæki í sínum flokki.
Fleiri fréttir

Sjá meira