Innlent

Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda

Jakob Bjarnar skrifar
Kristinn hefur lokað mötuneytinu á morgun og á föstudaginn og vonar að það verði vendipunktur í umgengni.
Kristinn hefur lokað mötuneytinu á morgun og á föstudaginn og vonar að það verði vendipunktur í umgengni.

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, hefur sent frá sér tilkynningu til nemenda og forráðamanna við skólann. Þar kemur fram að ákveðið hafi verið að loka mötuneyti skólans.

„Eins og mörg ykkar vita erum við í vanda með umgengni í skólanum og eru rekstraraðilar mötuneytisins að gefast upp vegna umgengninnar. Þeir grípa nú til þess ráðs í samráði við skólann að loka mötuneytinu á morgun fimmtudag og föstudaginn 12. febrúar. Því verður enginn matur til sölu þessa daga né hafragrautur á boðstólum,“ segir í bréfi Kristins.

Skólameistarinn er ómyrkur í máli: „Þetta er auðvitað leiðinlegt og leysir engin vandamál til lengdar. Því beinum við því til nemenda, foreldra og starfsmanna að hjálpa okkur að bæta umgengnina í skólanum. Auðvitað er það svo að fjölmargir ganga vel um en betur má ef duga skal. Látum þessa tvo daga sem er lokað í mötuneytinu verða að vendipunkti í umgengni.
Fleiri fréttir

Sjá meira