Enski boltinn

Redknapp: Terry hefði getað unnið deildina fyrir Man City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry er þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Chelsea.
Terry er þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Chelsea. vísir/getty

Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham og fleiri liða, segir að Manchester City hefði átt að reyna að fá John Terry, fyrirliða Chelsea, til félagsins í janúarglugganum.

Terry lýsti því yfir á dögunum að hann fengi ekki áframhaldandi samning hjá Chelsea og myndi yfirgefa félagið að tímabilinu loknu.

Redknapp segir að City hefði átt að sjá sér leik á borði og klófesta hinn 35 ára gamla Terry.

„Hann hefði getað unnið deildina fyrir þá,“ sagði Redknapp sem hefur ekki mikið álit á varnarmönnum City.

„Þeir hefðu ekki verið opnaðir upp á gátt eins og gegn Leicester. Terry hefði dekkað Robert Huth betur í föstum leikatriðum en sá sem reyndi að gera það í leiknum á laugardaginn

„Man City hafa ekki verið nógu góðir í vetur. Þeir byrjuðu af miklum krafti og virtust ætla að stinga af. En maður veit aldrei á hverju maður á von á frá þeim. Þeir eru alltof opnir og geta ekki varist.

„Pep Guardiola getur farið til Man City en ef hann fær ekki almennilega varnarmenn er hann ekki að fara að vinna Meistaradeildina,“ bætti Redknapp við.

Hann sagði ennfremur að Chelsea hefði átt að halda Terry og ef ekki hefðu þeir átt að tilkynna það í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira