Lífið

David Bowie hefði orðið afi í sumar: „Ég er að bíða eftir þér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
David Bowie var 69 ára þegar hann lést.
David Bowie var 69 ára þegar hann lést. vísir/Getty

Duncan Jones, elsti sonur David Bowie, sagði föður sínum um jólin að hann ætti von á barnabarni næsta sumar.

Jones útbjó fallegt kort til pabba síns þar sem stóð; „Ég er að bíða eftir þér“ og mynd af ófæddu barni. David Bowie lést í byrjun árs eftir langa baráttu við krabbamein.

Hann sendi frá sér tíst um málið í gær og einnig mynd af kortinu. „Nú er liðin einn mánuður frá því að pabbi lést. Ég bjó til þetta kort til hans um jólin. Við eigum von á barni í júní. Svona er hringrás lífsins. Elska þig, afi.“

Bowie átti Duncan Jones með fyrstu eiginkonu sinni Angie. Jones á von á barninu með ljósmyndaranum Rodene Ronquillo.


Tengdar fréttir

Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar

Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira